Um iStore

iStore er sérverslun með Apple vörur

iStore í Kringlunni sérhæfir sig í sölu á Apple vörum og býður auk þess mikið úrval fjölbreyttra aukahluta fyrir Apple vörur. iStore er vissulega litli aðilinn á markaðnum en við erum ekki með neina minnimáttarkennd. Við erum að selja sömu vörur og hinir eru að gera, þar með talið iPhone símana, iMac borðtölvur og MacBook fartölvur. Við leggjum sérstaklega mikið upp úr að þjónusta viðskiptavini með skjótum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Þegar þú kemur með tölvu, síma eða iPad í ábyrgðarviðgerð þá lánum við þér sambærilegt tæki á meðan viðgerð stendur, endurgjaldslaust. Við leggjum okkur fram í að veita framúrskarandi ráðgjöf til að hámarka ánægju viðskiptavina og lítum á okkur fyrst og fremst sem þjónustufyrirtæki.

 

Látum gott af okkur leiða til samfélagsins

Frá stofnun hefur iStore kappkostað að láta gott af sér leiða. iBörn, samfélagssjóður iStore, hefur rétt hjálparhönd til fjölmargra fjölskyldna langveikra og hreyfihamlaðra barna með iPad gjöfum. Verkefnið byrjaði árið 2010 á því að faðir stúlku sem var rúmlega tveggja ára og algjörlega lömuð sendi okkur fyrirspurn hvort að iPad gæti hjálpað dóttur hans. Á þessum tíma var lítil þekking um iPad sem hjálpartæki enda var varan nýlega komin á markað en Sigurður Helgason eigandi iStore fékk svo sterkan áhuga á að skoða þetta og leitaði uppi ótal forrit sem gætu örvað hreyfingu hjá börnum. Sigurður fór svo með iPad til dóttur mannsins og fann að það gerðist kraftaverk. Í fyrsta skipti á sinni stuttu ævi fór hún að sýna markvissar hreyfingar, tárin í augum foreldranna spruttu fram og þá varð ekki aftur snúið, því þetta var svo sterkt augnablik við vildum halda áfram að láta gott af okkur leiða. Síðan þá hefur samfélagssjóður iStore gefið yfir 40 iPad og leitast við að bæta einni fjölskyldu við í hverjum mánuði.