Þórdís Elísabet

Þessi glaðlega 5 ára stúlka, Þórdís Elísabet, kom til okkar í iStore og fékk hjá okkur iPad að gjöf, en hún 26. langveika barnið sem við styrkjum með iPad. Hún er með taugahrörnunarsjúkdóm sem heitir Charcot-Marie-Tooth. Charcot-Marie-Tooth (CMT) er flokkur skyldra taugahrörnunarsjúkdóma með svipuð en misalvarleg einkenni sem orsakast af mismunandi göllum í genum úttaugakerfisins.

Þórdís Elísabet greindist nýlega með mjög sjaldgæfa og alvarlega undirtegund CMT sem nefnist CMT4A og orsakast af galla í GDAP1 geninu. Sjúkdómurinn veldur með tímanum stigvaxandi lömun í útlimum, en einnig getur hann valdi þindarlömun og lömun á raddböndum. Flestir einstaklingar með CMT4A eru bundnir við hjólastól við 10-20 ára aldur.

Þórdís Elísabet er með skerta hreyfigetu í fingrum, sem hefur ágerst síðasta árið og mun hún að öllum líkindum þurfa að nýta sér tölvur/iPad þegar hún byrjar í skóla á næsta ári.

Okkar trú er að iPad verði henni mikilvægt hjálpartæki í framtíðinni og komi til með að hjálpa henni mikið í að halda í sem mestu mögulegu hreyfigetu.

Þessi gjöf mun nýtast henni vel í námi næsta haust og vera henni mikil stoð.

Innilega til hamingju Þórdís.