Lítil og glaðlynd 3ja ára stúlka að nafni Razan Selma kom í búðina til okkar og fékk að gjöf iPad og ZooGue tösku frá iBörnum, sem er styrktarsjóður iStore. Hún er fimmtánda barnið sem fær iPad frá okkur. Hún er með CP heilalömun, en það lýsir sér þannig að útlimir hennar eru stífir og þar af leiðandi gengur hún ekki og hefur takmarkaða hreyfifærni í höndum, sérstaklega hægri hönd.

Razan er klár stelpa en vegna takmarkaðrar hreyfifærni hefur hún minni möguleika en önnur börn til að kanna umhverfi sitt og þroskast á eðlilegan hátt. Þess vegna myndi iPad til afnota í leikskólanum og heima örva hana til að nota hendurnar sínar og hún myndi einnig nýta hann til tjáskipta og almennrar þroskaeflingar. Við höfum mikla trú á þessari
glaðlindu stúlku sem bræddi hjörtu allra viðstaddra með einlægu útgeislandi brosi sínu.