Í dag gáfum við öðru barni með Spinal Muscular Atrophy iPad. Barnið er 2ja ára og heitir Keran Stueland Ólason. Eigandi iStore fór og heimsótti hann í dag og átti góðar stundir með honum þar sem hann prófaði iPad í fyrsta skipti og það var yndislegt að sjá viðbrögðin og áhugann sem hann sýndi.

Hann var ekki lengi að átta sig á iPadinum og sýndi góðar og markvissar hreyfingar. Hann lék sér m.a. í grafíkforritum, fletti bók og glamraði á gítar.