Júlía Rakel

Júlía Rakel Baldursdóttir kom í búðina til okkar í til að taka á móti iPad og ZooGue tösku sem hún fær í jólagjöf frá iBörnum sem er styrktarsjóður iStore. Hún er með spastíska fjórlömun (CP) og dæmigerða einhverfu. Auk þess er hún sjónskert og notast við litaspjöld og stækkað letur þegar hún les. Júlía Rakel er í Langholtsskóla og reynir allt hvað hún getur til að fylgja jafnöldrum sínum eftir í námi, en fötlun hennar er henni þar þrándur í götu. Það er einnig sannarlega til bóta að geta haft eigin iPad sem hún gæti hlaðið niður námsefni og verkefnum í.

Við höfum mikla trú á að þessi gjöf muni koma henni vel að notum og auka lífsgæði hennar til muna, en hún er 13 ára gömul og er hún því elsta iBarnið.