Hinn 2ja ára Igor Adamczyk kom til okkar í búðina og fékk hjá okkur iPad í jólagjöf frá iStore en hann er 27. langveika barnið sem sem fær iPad að gjöf frá okkur.

Igor er með heilalömun en hann fæddist 3 mánuðum fyrir tímann og varð stuttu síðar fyrir alvarlegum súrefnisskorti.

Igor er glaðlyndur strákur sem langar svo að vera með í öllu því sem aðrir gera. iPad er alveg nauðsynlegt tæki fyrir hann til að þjálfa sig í fínhreyfingum, sérstaklega hægri höndina sem hann notar ekki neitt.

Við óskum þessum frábæra strák til hamingju!