Eigandi iStore fór til Akureyrar til að hitta skemmtilega stúlku að nafni Helena Ósk og færa henni iPad í jólagjöf. Hún er eini einstaklingurinn á landinu sem er með þessa tilteknu fötlun, duplication syndrome í litning.

Hún notast við iPad í skólanum en á engan heima. Hún getur sagt nokkur orð eins og mamma, pabbi, nei, o.s.frv. en annars notast hún að mestu við táknmál. Hún er 14 ára í dag.

iPad á eftir að nýtast henni vel í námi og við tjáningu.