Gabríela Rós

í búðina kom til okkar hin glaðlega Gabriela Rós 4 ára og sótti til okkar iPad og ZooGue tösku. Þetta er tuttugasti og þriðji iPadinn sem við gefum langveikum börnum. Hún með skerta hreyfigetu og þarf alla aðstoð við daglegt líf. Hún tjáir sig ekki með orðum en verið er að vinna í því að finna út hvaða tjáningarleið hentar henni best. Í leikskóla hennar hefur starfsfólk fundið mjög þægilegt app fyrir iPad sem þau eru að byrja að nota sem hennar tjáningarform. Í því eru notaðar myndir til tjáningar. Hún mun alveg örugglega brillera í tjáningunni innan tíðar! Við trúum því að þessi gjöf geti aukið lífsgæði hennar til muna, það verður því gaman að fylgjast með henni.