Friðrik Anton

Í dag kom 7 ára drengur að nafni Friðrik Anton Markús Grétuson og fékk iPad og ZooGue tösku í jólagjöf frá iBörnum sem er styrktarsjóður iStore í Kringlunni.

Friðrik er tvíburi fæddist eftir 24 vikna meðgöngu, en hann var minni tvíburinn en bróðir hann lifði ekki nema í um sólarhring. Friðrik er með CP og er því með skerta hreyfigetu.

Hann er einnig með væga einhverfu, skertra félagsfærni, kvíða og er með mikinn athyglisvanda, því mun iPad koma honum að góðum notum, en sannað er að iPad getur hjálpað með þessi einkenni sem talin voru upp hér að undan. Því teljum við að iPadinn geti haft jákvæð áhrif á hans líf á mjög víðtækan máta.

Þetta er hress og skemmtilegur strákur sem á örugglega eftir að standa sig vel í að notfæra sér möguleika iPadsins.

Við óskum honum til hamingju með snemmbúnu jólagjöfina.