Dagbjört Ýr

Til okkar kom Dagbjört Ýr 2ja ára og tók á móti iPad og ZooGue tösku. Þetta er tuttugasti og annar iPadinn sem við gefum til langveikra barna, en Dagbjört fæddist með litningargalla sem heitir Prader-Willi en hún á erfitt með alla tjáningu. iPad mun koma henni að góðum notum við að þjálfa hreyfingar og tjáningu í framtíðinni. Hún er mikill gleðigjafi og elskar tónlist. Við höfum mikla trú á því að iPad muni breyta lífi þessarar glaðlegu stúlku til hins betra.