Helena Ósk, 14 ára, fékk iPad að gjöf sem við komum með í flugi til Akureyrar. Hún á í erfiðleikum með hreyfifærni og talar ekki, heldur notar eingöngu tákn með tali. iPad hefur verið mikið notaður í sérdeildinni í skólanum hennar, með frábærum árangri. iPad hefur hjálpað henni svo mikið upp á þroskann og að tjá sig. Hún er með afar sjaldgæfan litningargalla sem nefnist 15q13.3 duplication syndrome, og hún er sú eina á Íslandi með þetta heilkenni sem vitað er um. iPad mun hjálpa henni að gera sig skiljanlega við fólkið í kringum sig og að örva þroska í framtíðinni.

Við höfum mikla trú á henni Helenu!