Bryndís Emma

Bryndís Emma, 18 mánaða, kom til okkar í dag í nýju búðina og fékk iPad að gjöf frá okkur en hún fæddist með afar sjaldgæft 5p- syndrome sem er litningagalli. Hún tjáir sig ekki mikið, notar einstöku tákn svo sem „drekka“, „búið“, „borða“, „nei“, og nokkur fleiri, en hún segir engin orð markvisst.

Hún þarf hjálp með fínhreyfingar, en með réttri þjálfun og örvun mun hún líklega ná nokkuð góðum tökum á þeim með iPadinum.

Við óskum þessari glaðlegu stúlku til hamingju með iPadinn!