Beinta María

Ellefu ára stúlka fékk iPad í jólagjöf frá iBörnum, styrktarsjóði iPhone.is. Hún heitir Beinta María og er með alvarlegan efnaskiptasjúkdóm sem veldur alvarlegri hreyfihömlun. Það eru mjög góðar líkur á að iPadinn geri henni mögulegt að tjá sig í framtíðinni. Einnig mun iPadinn nýtast henni vel í námi og leik. Hún er sjötta barnið sem fær iPad frá okkur á einu ári.