Aron Hlynur

Nýlega kom til okkar flottur strákur að nafni Aron Hlynur. Hann er 2ja ára og er hreyfihamlaður, flogaveikur og með þroskaskerðingu. Hann er 31. langveika barnið sem fær iPad að gjöf frá iStore.

iPad mun nýtast honum til dæmis sem hreyfiörvun (æfing í að beita fingrum) og örvun fyrir sjón og heyrn, sem og til boðskipta.

Við höfum mikla trú á honum. Til hamingju Aron!