Agnes Freyja

Í dag kom til okkar hin glaðværa Agnes Freyja, 5 ára. Hún fékk hjá okkur iPad og ZooGue hulstur að gjöf. Agnes er 38. langveika barnið sem fær iPad að gjöf frá iStore Kringlunni. Hún Agnes Freyja er dugleg og glaðvær stúlka sem er með CP í báðum heilahvelum og er af þeim sökum bundin hjólastól og getur ekki talað. Hún þarf stuðning við allar daglegar athafnir en það sem henni þykir skemmtilegast í heimi er að leika sér í spjaldtölvu. Því hefur hún kynnst en hafði ekki ennþá eignast eina slíka fyrr en nú.

Við erum ekki í minnsta vafa um að iPad eigi eftir að nýtast henni mjög vel til tjáningar OG við að þjálfa fínhreyfingar. Svo mun iPad nýtast henni í námi en hún byrjar í Klettaskóla í haust.

Í þetta skipti var það hann Alvin Óskar sonur eiganda iStore sem afhenti Agnesi iPadinn en hann hélt uppá 8 ára afmælið sitt um helgina og langaði því að gleðja langveikt barn í leiðinni.