Hann Hafsteinn Leó iPad að gjöf frá iStore Kringlunni á hátíð sem við héldum fyrir iBörnin okkar í húsdýragarðinum. Hann er 49. langveika barnið sem fær iPad að gjöf frá okkur.

Hann er greindur með hreyfihömlun CP heilalömun. Hafsteinn þarf að vera í sjúkraþjálfun tvisvar í viku ásamt þvi að þurfa að fara til Reykjavíkur einu sinni í viku til iðjuþjálfa. Hann er með hreyfihömlun í báðum fótum en meira i þeim hægri ásamt hægri hendi. Það vantar allar fínhreyfingar í hægri höndina hans. Hafsteinn Leó getur labbað smá sjálfur og er hann mjög daga misjafn, suma dagana getur hann ekkert gengið og missir allt jafnvægi vegna verkja og á mjög erfitt suma dagana með svefn vegna verkja.

Við vitum að iPad á 100% eftir að hjálpa honum með að þjálfa upp fínhreyfingar og auka lífsgæði hans. Við höfum trölla trú á þessum flotta strák.


Hinn 6 ára Haraldur Már iPad og ZooGue hulstur að gjöf frá iStore Kringlunni. Hann er 48. langveika barnið sem fær iPad að gjöf frá okkur.
Haraldur Már er með dæmigerða einhverfu og tjáir sig mjög takmarkað, því erum við handviss að iPad mun nýtast honum vel í framtíðinni. Við höfum trölla trú á þessum flotta strák.