iStore í Kringlunni kom hinum flotta 13 ára Alexander Breka á óvart í dag með því að gefa honum iPad, zoogue hulstur og sérstakan stylus, en hann er 47. langveika barnið sem fær iPad að gjöf frá okkur. Hann er fjölfatlaður unglingur sem þarf 100% umönnun. Þrátt fyrir þetta er hann ofboðslega skýr er hreyfigetan takmörkuð. Hann getur heilmikið með hjálp nútímatækni á borð við tölvu. Hann getur lært og mun iPad auka lífsgæði hans og breyta lífi hans til batnaðar. iPad mun hjálpa honum að læra fínhreyfingar og samhæfingu augna og handa. Slíkt mun án nokkurs vafa auka lífsgæði hans.

Hann var mikið glaður, svo glaður að hann táraðist. Það er yndisleg staðfesting um að gjafir okkar gleðja
hetjur eins og hann.