í tilefni af Bláum Apríl komum við fermingarbarninu Sunnevu á óvart með því að gefa henni iPad þegar hún labbaði inní búðina okkar með mömmu sinni, en þær mægður voru báðar grunlausar
um að Sunneva hafi verið valin til að verða 46. barnið sem fær iPad að gjöf frá iStore Kringlunni.

Suneva líf fæddist eftir 40 vikna meðgöngu og allt lét rosalega vel út en um leið og hún fæddist með bráða keisara kom í ljós að hún væri með downs heilkenni. Sunneva er rosalega heppin með að hún fæddist ekki með alvarlegan hjartagalla. Sunneva dafnaði mjög vel sem ungabarn byrjaði að skriða um 14 mánaða aldur og byrjaði að labba um 22 mánaða aldur. Sunneva byrjaði í leikskóla og var mjög ánægð þar til að um 3 ára aldur fór leikskólanum að gruna að hún væri með einhverfu þar sem hún var mikið um það vera ein og þoldi illa áreiti og hávaða og var með röðunaráráttu og var hún send í greiningu.

Sunneva var greind með ódæmigerða einhverfu um 3 ára aldur og mikinn seinþroska. Sunneva hefur þurft mikið að vera hjá sjúkraþjálfun ,iðjuþjálfun, talþjálfun í gegnum árin og hefur þurft að vera mikið undir smásjánni hjá læknum og hefur þurft að vera í sérsmiðuðum skóm vegna vöðvaslökun sem börn með Downs fæðast með og hefur mjög slæma sjón og hefur þurft að vera með gleraugu frá því að hún var 3 ára.