Í gær kom til okkar þessi flotti 3ja ára strákur að nafni Tómas Páll og fékk frá okkur iPad og ZooGue hulstur í jólagjöf, en hann er 43. langveika barnið sem fær iPad að gjöf frá iStore í Kringlunni. Hann er með úrfellingu í litningi sem er einstakur á heimsvísu. Þetta veldur ýmsum afleiðingum eins og þroskafrávikum, slakri vöðvapennu, næringarvanda, flogaveiki og hann talar ekki. Þar sem engin fordæmi eru fyrir þessum litningagalla vitum við ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Tómas er þó nokkuð hraustur og almennt ánægður með lífið.

Við höfum tröllatrú á Tómasi og teljum nær öruggt að þessi gjöf mun auka hreyfigetu, hjálpa með tjáningu og örva þroska hans.