Í dag fór eigandi iStore í Kringlunni til Akureyrar með Flugfélagi Íslands til að færa þessum flotta 2ja ára stráki, Halldóri Jens iPad að gjöf, en hann er 42. langveika barnið sem fær iPad að gjöf frá okkur. Hann er með Angelman heilkenni, en mikil almenn þroskaseinkun og skert hreyfigeta fylgja heilkenninu. Við erum 100% á því að iPad á eftir að örva þroska, skynjun og hreyfigetu Halldórs. Einnig getur iPad hjálpað honum að tjá sig í framtíðinni.

Við erum ekki í minnsta vafa um að iPad mun auka lífsgæði Halldórs og vera honum mikilvægt hjálpartæki um ókomna tíð.