Í dag kom til okkar hinn 8 ára Snorri Steinn og fékk hjá okkur iPad og ZooGue tösku að gjöf. Hann er 41. barnið sem fær iPad að gjöf frá okkur. Snorri er með fötlunina arthrogryposis multiplex congenita, sem mætti kalla vöðva- og taugasjúkdóm á íslensku. Hann Snorri Steinn er sem sagt ekki með vöðva til staðar í upphandleggjunum og eru hendurnar hans því fastar, hann getur ekki beygt olnboganna.

Nú er Snorri Steinn byrjaður í 3. bekk og þá er námið farið að þyngjast. Hann á mjög erfitt með að skrifa og hann þreytist verulega í höndunum við það. Hann fær mikla verki í hendurnar og þjáist af vöðvabólgu.

iPad á eftir að nýtast Snorra vel við að þjálfa fínhreyfingar jafnt og í námi. Við höfum tröllatrú á honum!