Þann 27. mars 2015 kom til okkar 2ja ára strákur að nafni Stefán Sölvi en hann er 36. langveika barnið sem fær iPad og ZooGue hulstur frá iStore í Kringlunni. Gaman er að geta þess að Garminbúðin ætlar að gefa honum RAM hjólastólafestingu fyrir iPad.

Stefán Sölvi er með genagalla en er samt ennþá í greiningarferli. Enn sem komið er er hann sá eini í heiminum sem er með þennann galla. Hann er mikið fatlaður og flogaveikur. Hann er með lélega sjón og getur lítið hreyft sig, en hann elskar tónlist og að horfa á alls kyns örvunarmyndir. iPad mun hjálpa honum mjög mikið við hreyfiörvun, sjónörvun og þroska.

Við höfum reynslu af því að börn í svipuðum aðstæðum og Stefán hafa sýnt miklar framfarir og því höfum við vægast satt tröllatrú á þessum flotta kappa.

Uppfært: Okkur hryggir mikið að segja frá því að þann 29. maí 2015 lést þessi litla fallega hetja.