Í dag kom til okkar lítil 3ja ára skotta sem heitir Íris Embla, en hún er 35. langveika barnið sem fær iPad að gjöf frá styrktarsjóð iStore.
Hún er m.a sjónskert, flogaveik og með takmarkaða hreyfigetu.
Hún þarf 100% umönnun, allan sólahringinn.

Hún hefur fengið að prófa ipad og hefur það gengið vel.
Hann hefur verið notaður í þjálfun, m.a. sjónörvun og í hreyfiþjálfun sem og hljóðörvun, en Íris elskar tónlist.

Hún mun getað notað hann sem samskiptabók milli leikskóla og fjölskyldu og einnig vonandi til tjáskipta.

iPad mun án efa auka lífsgæði þessarar glaðlyndu stúlku til muna og erum við því spennt að fylgjast með henni í framtíðinni.