Í dag kom til okkar flottur strákur að nafni Ýmir Snær, en hann er 34. barnið sem fær iPad og tösku að gjöf frá styrktarsjóð iStore. Hann fæddist 19. júní 2013 með arfgengan sjúkdóm sem kallast spennuvisnun eða dystrophia myotonica. Þetta er sjaldgæfur sjúkdómur og eru einungis þrjú börn á landinu með hann. Sjúkdómurinn hefur meðal annars áhrif á vöðvastyrk líkamans. Ýmir Snær á vegna sjúkdóms síns erfitt með að leika sér eins og önnur börn en honum finnst afskaplega gaman að skoða myndir og leika sér i tölvum og hann hefur fengið að prófa iPad þar sem öpp með örvandi leikjum og skærum litum hafa verið honum til mikillar ánægju.

Við höfum mikla trú á þessari litlu hetju og vitum að iPad mun auka lífsgæði hans.

iPad hjálpar honum mjög við að ná stjórn á fínhreyfingum, örva þroska og tjáningu.

Innilega til hamingju Ýmir!