Í dag kom hann Jóhannes Jökull til okkar og fékk iPad og ZooGue tösku að gjöf. Hann er 33. langveika barnið sem fær iPad úr styrktarsjóð iStore. Hann er þriggja ára, en 5 mánaða gamall greindist hann með sjaldgæft heilkenni, Williams syndrome. Heilkennið orsakast af s.k úrfellingu í 7. litningaröð og telst því litningagalli.

Þroskahömlun Jóhannesar kemur fram á flestum sviðum, hreyfiþroski hans er seinn og að mörgu leyti takmarkaður. Jóhannes er ekki farinn að tala og á erfitt með að mynda samhljóða. Hann hefur úrvalsteymi fólks í kringum sig, stuðningsfóstru og sérkennara á leikskólanum og sjúkra- og iðjuþjálfara á Æfingamiðstöð lamaðra og fatlaðra. Allir vinna að því markmiði að örva þroska hans, hjálpa honum að þróa það sem kemur sjálfkrafa hjá flestum öðrum börnum einsog t.d tal og samskiptatækni.

iPad mun nýtast honum mjög vel til að örva bæði málþroska og fínhreyfingar handa.

Við höfum mikla trú á þessum flotta strák!