Til okkar kom hún Petra sem er næstum 5 ára gömul. Við ákváðum að gefa henni iPad að gjöf, en hún er 32. langveika barnið fær iPad og ZooGue tösku frá okkur. Hún fæddist heilbrigð en fékk heilahimnubólgu 3 vikna gömul. Hún hlaut heilskaða og er með CP sem lýsir sér í lömun á hægri hliði líkamans. Hún er í sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun og er dugleg stelpa sem gengur sjálf og er mjög sjálfstæð þótt hún þurfi enn talsverða aðstoð og stuðning í daglegu lífi. Vegna skertar hreyfigetu og takmarkaðrar færni í tali er mikilvægt að hún fái þjálfun sem fyrst. iPad getur hjálpað henni mikið í talþjálfun og einnig við að þjálfa fínhreyfingar hægri handar sem hún á erfitt með að beita. Einnig þarf vinstri hendi þjálfun þar sem hún er rétthent að upplagi en er nú örvhent vegna lömunarinnar. Petra er mjög glaðlynd og jákvæð stúlka með mikla útgeislun. Við erum mjög bjartsýn á að iPad eigi eftir að hjálpa henni mikið í framtíðinni.


Nýlega kom til okkar flottur strákur að nafni Aron Hlynur. Hann er 2ja ára og er hreyfihamlaður, flogaveikur og með þroskaskerðingu. Hann er 31. langveika barnið sem fær iPad að gjöf frá iStore.

iPad mun nýtast honum til dæmis sem hreyfiörvun (æfing í að beita fingrum) og örvun fyrir sjón og heyrn, sem og til boðskipta.

Við höfum mikla trú á honum. Til hamingju Aron!