Það gleður okkur að segja frá því að Þorsteinn Atli kom til okkar og tók á móti þrítugasta iPadinum frá Styrktarsjóð iStore. Hann er glaðlyndur tæplega 3ja ára gamall drengur sem byrjaði á leikskólanum Huldubergi haustið 2013. Hann er mikið flogaveikur og hefur verið það frá því hann var nokkurra mánaða gamall. Flogin hafa orðið til þess að hann hefur ekki þrosksast eðlilega og þarf hann aðstoð við allar athafnir daglegs lífs.

Hreyfifærni í höndum er einhver en hann á það til að eiga erfitt með að sleppa þegar hann tekur utan um eitthvað.

iPad mun til dæmis nýtast honum sem hreyfiörvun (æfing í að beita fingrum) og örvun fyrir sjón og heyrn, sem og til boðskipta.

Við höfum mikla trú á honum og það mátti auðveldlega sjá gleði skína í augum hans þegar hann fékk gjöfina frá okkur.