Eigandi iStore skellti sér í leiðangur til Akureyrar til að hitta Kristján Loga, 8 ára skólastrák, og færði honum iPad að gjöf. Hann er 25. langveika barnið sem fær iPad að gjöf frá iStore. Það var ekki fyrr en hann var 6 mánaða að í ljós kom að hann var ekki að fylgja jafnöldrum sínum í þroska. Í dag hefur hann verið greindur með CP. Hann er fjölfatlaður, flogaveikur, bundinn hjólastól og getur ekki tjáð sig með orðum. Við bindum miklar vonir við það að hann geti tjáð sig í framtíðinni með iPadinum. Hann gengur í Giljaskóla á Akureyri og er þar í sérdeild þar sem hann mun fá þjálfun við nota iPadinn. Þessi glaðværi strákur á líklega eftir að brillera! Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með þessi tímamót.