Eigandi iStore í Kringlunni fór til Ísafjarðar til að hitta hinn 10 ára Eyþór Inga og gefa honum iPad og ZooGue tösku, en þetta er tuttugasti og fjórði iPadinn sem við gefum til langveikra barna. Eyþór Ingi hefur verið mikið fatlaður frá fæðingu og er greindur með heilahrörnun. Hann er bundinn við hjólastól og þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Hann nærist gegnum kvið-stomiu. Hann hefur líka misst mikla sjón síðustu árin. Síðasta vetur var byrjað að vinna með iPad í skólanum hans sem þjálfunartæki fyrir hann og kom þá í ljós að iPad nýtist honum líka vel til sjónörvunar. Auk þess fannst honum mjög gaman að hlusta á alls kyns tónlist á YouTube og gat nýtt sér ýmsa tölvuleiki. Nú getur hann æft sig alla daga heima sem og í skólanum. Við höfum trú á því að iPadinn eigi eftir að koma honum að góðum notum.