Í dag, síðasta dag vetrar, urðu stór tímamót hjá iStore því að við vorum að gefa tuttugasta iPadinn til hreyfihamlaðs barns!

Lítil, falleg og glöð 3ja ára stúlka sem heitir Jóhanna fékk alvarlega (4. stigs) heilablæðingu 6 vikna gömul. Hún er greind með (cp-heilalömun) vinstri hlið líkama hennar er með skerta hreyfigetu en þó vantar aðallega upp á fínhreyfingar í vinstri höndinni. Hún er að nota iPad í iðjuþjálfun (í Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra) sem er að gera henni mjög gott og á fyrstu 5 árunum hennar á hún mesta möguleika á að ná sem bestum styrk og fínhreyfingum í höndina með réttri örvun.

Við höfum mikla trú á að Jóhanna gæti nýtt sér iPad vel til að þjálfa fínhreyfingar en tíminn er dýrmætur.