Nýlega fékk 7 ára stúlka, Helena Jakubiak, iPad og ZooGue hulstur frá styrktarsjóði iStore. Helena er með Smith-Lemil-Opiz heilkenni sem upphaflega var kallað RSH. SLO er genatengdur efnaskiptasjúkdómur sem gerir það að verkum að líkaminn framleiðir ekki ensím sem er mikilvægt til að fullvinna kólesteról. Þetta hamlar vexti og þroska líkamans bæði fyrir og eftir fæðingu.

Helena er hreyfihömluð og á erfitt með tjáningu. Því mun iPadinn hjálpa henni að tjá sig, hjálpa henni í að þjálfa fínhreyfingar og auðvelda henni nám í framtíðinni.

Við höfum mikla trú á þessari hressu stúlku, það sást bersýnilega að hún gat ekki beðið eftir að fara að nota iPadinn.