Júlía Rakel Baldursdóttir kom í búðina til okkar í til að taka á móti iPad og ZooGue tösku sem hún fær í jólagjöf frá iBörnum sem er styrktarsjóður iStore. Hún er með spastíska fjórlömun (CP) og dæmigerða einhverfu. Auk þess er hún sjónskert og notast við litaspjöld og stækkað letur þegar hún les. Júlía Rakel er í Langholtsskóla og reynir allt hvað hún getur til að fylgja jafnöldrum sínum eftir í námi, en fötlun hennar er henni þar þrándur í götu. Það er einnig sannarlega til bóta að geta haft eigin iPad sem hún gæti hlaðið niður námsefni og verkefnum í.

Við höfum mikla trú á að þessi gjöf muni koma henni vel að notum og auka lífsgæði hennar til muna, en hún er 13 ára gömul og er hún því elsta iBarnið.


Í dag kom 7 ára drengur að nafni Friðrik Anton Markús Grétuson og fékk iPad og ZooGue tösku í jólagjöf frá iBörnum sem er styrktarsjóður iStore í Kringlunni.

Friðrik er tvíburi fæddist eftir 24 vikna meðgöngu, en hann var minni tvíburinn en bróðir hann lifði ekki nema í um sólarhring. Friðrik er með CP og er því með skerta hreyfigetu.

Hann er einnig með væga einhverfu, skertra félagsfærni, kvíða og er með mikinn athyglisvanda, því mun iPad koma honum að góðum notum, en sannað er að iPad getur hjálpað með þessi einkenni sem talin voru upp hér að undan. Því teljum við að iPadinn geti haft jákvæð áhrif á hans líf á mjög víðtækan máta.

Þetta er hress og skemmtilegur strákur sem á örugglega eftir að standa sig vel í að notfæra sér möguleika iPadsins.

Við óskum honum til hamingju með snemmbúnu jólagjöfina.