Í dag fékk hinn 6 ára Jón Arnar Sigurðsson tólfta iPadinn frá iStore. Hann mun aldrei geta gengið. Hann fæddist með CP fötlun sem og tvíburasystir hans en hún er ekki eins mikið fötluð.

Vegna hreyfihömlunar á hann erfitt með að nota skriffæri og því mun hans skólaganga og lærdómur fara í gegnum tölvur og þar mun iPadinn nýtast honum vel.

Óskum honum til hamingju og góðs gengis í náminu!