Alexander Már fær ellefta iPadinn frá iBörnum, styrktarsjóð iStore. Hann er 18 mánaða gamall. Allt var eðlilegt á meðgöngunni og talið er að hann hafi hlotið heilaskaða rétt fyrir fæðingu sem orsakar það að hann er flogaveikur.
Hann er með CP (hreyfihömlun) í vinstri hendi og fæti og einnig í hægri hendi. Það vantar alveg uppá allar fínhreyfingar í höndunum og mun iPadinn því vera mikilvægur fyrir hann til að þjálfa fínhreyfingarnar og vonandi tjá sig í framtíðinni. Það verður spennandi að fylgjast með honum.

Þess má geta að hann var nýkominn úr sjúkraþjálfun þegar hann tók á móti iPadinum og því dauðþreyttur, eiginlega steinsofandi.