Guðmundur Orri Garðasson er tíunda iBarnið sem fær iPad gefins frá iStore. Hann varð fyrir súrefnisskorti í fæðingu og hafði aldrei sömu ósjálfráðu viðbrögð og nýfædd heilbrigð börn. Þriggja mánaða fór hann að fá krampa og flogaköst. Var hann 5 mánaða greindur flogaveikur. Hann á erfitt með mál og tjáningu og notar mest tákn með tali til að gera sig skiljanlegan. Hann hefur stórar og grófar handahreyfingar og á erfitt með að stjórna mús eða öðrum stýripinnum, en við erum viss um að iPad mun hjálpa honum við að þjálfa fínhreyfingar og tjáningu. Við höfum mikla trú á þessum duglega og hressa strák. Það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni.