Í gær gáfum við Hilmi Bjarka iPad. Hann er næstum tveggja og hálfs árs gamall. Hilmir hefur orðið fyrir umtalsverðum heilaskaða einhverntíma á meðgöngu og um tíma var óttast að hann hefði enga eða mjög takmarkaða sjón. Hreyfihömlun Hilmis Bjarka er mikil og nær til allra útlima auk þess sem hann hefur enn ekki öðlast færni til að sitja sjálfur eða velta sér. Við erum alveg viss um að Hilmir á eftir að geta notað iPadinn til að tjá sig í framtíðinni miðað við fyrstu viðbrögð hans þegar hann prófaði iPadinn.