Á öskudeginum fékk Xavier Tindri Magnússon iPad frá okkur. Hann fæddist heilbrigður en 4 mánaða gamall lést hann vöggudauða. Meira en 20 mínútum síðar var hann lífgaður við en þá hafði hann orðið fyrir heilaskaða vegna súrefnisskorts. Hann á erfitt með að stjórna hreyfingum og getur ekki tjáð sig. Undanfarna 6 mánuði hefur honum farið mikið fram vegna nýs lyfs sem verið er að prófa og bindum við vonir um að iPadinn örvi hreyfigetuna, sjón og heyrn. Það mátti finna fyrir því að hann þráir geta náð stjórn á hreyfingum. Það er viðeigandi að hann var klæddur í Superman búning þegar við hittum hann því hann á eftir að fljúga í gegnum þetta!