iPhone.is gaf Ásgeiri Lýðssyni iPad. Hann er með brot á litningi sem orsakar flogaveiki, lágavöðvaspennu, blöðrunýru og mikla röskun á miðtaugakerfinu. Hann talar t.d. ekki, vantar samhæfingu í höndunum og hann er lengi að tileinka sér nýja hluti eins og leikföng. Hann er mikil félagsvera og hefur gaman af söng, tónlist, stórum bílum og fótbolta. Við trúum því að iPadinn eigi eftir að nýtast honum vel við tjáskipti, afþreyingu og að þjálfa samhæfðar hreyfingar.