Kolbrún Eik Grétarsdóttir er fjögurra ára gömul. Hún fæddist án þess að hafa myndað heilabrú sem er tengingin á milli heilahvelanna tveggja sem sér um að koma skilaboðum þar á milli.

Ofan á það er hún með ógreindan genagalla. Afleiðingin af því er að hún á erfitt með að læra nýja hluti og þarf oft að endurtaka sama hlutinn í langan tíma áður en hann lærist. Þar kemur iPadinn sterkur inn sem þjálfunartæki.

Hún er mikið eftir á í hreyfi- og greindarþroska og á erfitt með að framkvæma og skilja hluti sem jafnaldrar hennar taka sem sjálfsögðum hlut, eins og það að ganga frá disknum eftir sig, standa upp, klæða sig í eða þvo sér um hendurnar. Það þarf að hjálpa henni við allt sem hún gerir og hún hefur ekki enn byrjað að tala.

iPadinn getur hjálpað henni að tjá sig með snjallforritum sem fást á App Store.

Kolbrún er alltaf til í að fara í iPadinn og er tilbúin til að prufa allt. Hún er alsæl með hann.

Vonin er að iPadinn hjálpi henni í hreyfiþroska sem og andlegum. Við hlökkum mikið til að sjá hvernig henni vegnar í framtíðinni.