iStore og sjóðurinn Blind börn á Íslandi gáfu í dag Helenu Sól Keilen iPad 2 32GB og ZooGue tösku. Helena fæddist með efnaskiptasjúkdóm sem takmarkar meðal annars hreyfigetu og sjón. Hún getur ekki tjáð sig en er glaðlynd og með mikla útgeislun. Hún sýndi strax góð viðbrögð við iPadinum og var hæst ánægð með þessa afmælisgjöf, en hún átti 7 ára afmæli 6. maí síðastliðinn. Við trúum því að gjöfin komi sér vel fyrir Helenu.