Í dag gáfum við öðru barni með Spinal Muscular Atrophy iPad. Barnið er 2ja ára og heitir Keran Stueland Ólason. Eigandi iStore fór og heimsótti hann í dag og átti góðar stundir með honum þar sem hann prófaði iPad í fyrsta skipti og það var yndislegt að sjá viðbrögðin og áhugann sem hann sýndi.

Hann var ekki lengi að átta sig á iPadinum og sýndi góðar og markvissar hreyfingar. Hann lék sér m.a. í grafíkforritum, fletti bók og glamraði á gítar.iPad breytti lífi hennar en hún fór frá því að vera rúmliggjandi yfir í að keyra hjólastólinn sinn sjálf.

Að mati foreldra hennar varð þessi árangur af því að Þórhildur Nótt eignast iPad sem hún fékk að gjöf frá iStore, sem varð til þess að hún að sýndi fram á meiri hreyfigetu en foreldrar hennar og læknar höfðu séð fyrir, en hún var með lömunarsjúkdóminn SMA1.

Hún þjálfaðist með því að nota iPadinn og 6 mánuðum síðar ók hún um í hjólastól sem er eitthvað sem foreldrar hennar höfðu vonað en ekki séð fyrir. Iðjuþjálfarar voru búnir að vera heillengi að þjálfa hana upp markvissar hreyfingar en en án árangurs. Strax þegar hún fékk iPadinn sýndi hún strax meiri hreyfigetu. Hún fór meira að segja að sýna hreyfingar sem foreldrarnir höfðu ekki séð áður. Þórhildur lést í desember 2011. Hún var neistinn sem startaði þessum styrktarsjóð okkar, en við teljum að hún hafi verið meðal fyrstu hreyfihamlaðra barna til að nýta sér iPad til að þjálfa upp hreyfigetu.